M
ikill áhugi er á virkjun vindorku á Íslandi um þessar mundir og virðist vera að fjárfestar fari nú um landið í einhverskonar kapphlaupi um að tryggja sér pláss. Engin lög eða regluverk eru til á Íslandi um vindorkuvirkjanir og má ætla að ástæða þess hve fjárfestum virðist liggja mikið á geti verið sú að þeir sem ná að tryggja sér leyfi til virkjunar ÁÐUR en lög taka gildi muni ekki falla undir þau lög. Það er því til mikils að vinna fyrir þessa aðila. Fjárfestar fara nú um og reyna að tryggja sér land í Dalabyggð.
Tvö verkefni eru komin í lýsingu aðalskipulags Dalabyggðar, en það eru vindorkuvirkjanir í landi Hróðnýjarstaða annarsvegar og í landi Sólheima hins vegar. Í lýsingu aðalskipulags er lagt til að þessum landbúnaðarjörðum verði breytt í iðnaðarsvæði. Það hlýtur að teljast furðulegt að hægt sé að kaupa jarðir og lóðir í íbúabyggð og ætlast til að fá þeim breytt í iðnaðarsvæði. Yfirvöld (sveitarstjórnir) hljóta að skipuleggja iðnaðarsvæði með tilliti til íbúabyggðar og annarar starfsemi í sveitarfélaginu og hafa þannig frumkvæðið í stjórn á uppbyggingu atvinnusvæða.
Hér fyrir neðam má finna viðtal við Sigurð Sigurbjörnsson þar sem fram koma sjónarmið hagsmunaaðila. Viðtalið fór fram í þættinum Reykjavík síðdegis þann 26.maí 2020