Allir í sveitarstjórn, Eyjólfur Ingvi Bjarnason, Ragnheiður Pálsdóttir, Skúli Hreinn Guðbjörnsson, Sigríður Huld Skúladóttir, Einar Jón Geirsson, Þuríður Jóney Sigurðardóttir og Pálmi Jóhannsson samþykktu samhljóða að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar svo byggja megi tvö risastór vindorkuver á landbúnaðarjörðum í Dölum. Það vekur furðu að engin gagnrýnin umræða var á fundinum heldur virtust allir sveitarstjórnarfulltrúar sammála í öllum atriðum.
22/06/2020 skrifað af Sigurður Sigurbjörnsson