Tölvupóstur sendur á fulltrúa Dalabyggðar

306

Eftirfarandi tölvupóstur var sendur á alla sveitarstjórnarmeðlimi, byggingafulltrúa og sveitarstjóra Dalabyggðar.

Góðan dag, við erum nokkur sem eigum fasteignir og jarðir í nágrenni við Hróðnýjarstaði, sem óskum hér með eftir að fá fund með sveitarstjórn til þess að afla frekari upplýsinga um fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi er varðar uppsetningu vindorkugarðs í landi Hróðnýjarstaða. Við sjáum í síðustu fundargerð að næsti fundur sveitarstjórnar er þriðjudaginn 16.janúar og til þess að einfalda málin þá óskum við eftir að fá fund með sveitarstjórn þann dag eða kvöld. Erum sveigjanleg með tímasetningu.

Fyrir hönd eigenda Ljárskóga, Ljárkots, Vígholtsstaða og frístundabyggðar í landi Vígholtsstaða.

Steinunn M.Sigurbjörnsdóttir
s: 8202042