Laugardagur, febrúar 22, 2020

Vefurinn Hagsmunir.is er stofnaður af hópi fólks sem hefur hagsmuna að gæta er snýr að áformum fyrirtækisins Storm Orku ehf um uppbyggingu vindorkuvers í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð. Er þar meðal annars um að ræða eigendur jarðanna Ljárskóga, Ljárkots og Vígholtsstaða ásamt frístundajarða í landi Vígholtsstaða. Hópurinn hefur einnig haft veður af því að fleiri fjárfestar hyggi á virkjun vindorku í Dölum og vill beita sér í því að rétt sé staðið að stjórnun og skipulagi þessara mála.

Hópurinn telur starfandi sveitarstjórn Dalabyggðar ekki hafa staðið rétt að málum í upphafi þessa máls. Málið er fodæmalaust þegar kemur að stærð og umfangi og telur hópurinn að vanda þurfi sérstaklega til verka og gæta að hagsmunum allra sem að málinu koma í hvívetna og hefur lagt það til við sveitarstjórn að málið verið sett á bið þangað til stjórnvöld hafa sett lög og reglur sem snúa að vindorkuverum og virkjun vindorku á Íslandi.

Þeir sem vilja slást í hópinn, skrifa á síðuna eða hafa einhverjar fyrirspurnir til hópsins geta sent tölvupóst í netfangið hagsmunir@hagsmunir.is