Sveitarstjórn Dalabyggðar heldur 161 fund sinn. Nítjánda mál á dagskrá var umsókn Storm Orku um uppsetningu á rannsóknarmöstrum:
19. Hróðnýjarstaðir – Umsókn um uppsetningu á 3 möstrum – 1805012
Frá 82. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar.
Storm Orka ehf sækir um leyfi fyrir uppsetningu á þremur 100 metra háum stálgrindarmöstrum til vindmælinga í landi Hróðnýjarstaða.
Nefndin leggur til að afgreiðslu umsóknar verði frestað þangað til skýrsla EFLU, um nýtingu vindorku í sveitarfélaginu, liggur fyrir.
Til máls tóku: Sveinn, Valdís, Eyþór.
Greinargerð:
Gera má ráð fyrir að tilvitnuð skýrsla Eflu liggi fyrir lok júnímánaðar. Verði þá farið að fjalla um leyfi fyrir uppsetningu á rannsóknarmöstrum er ólíklegt að hægt verði að koma þeim upp á þessu ári þó leyfi fáist. Þá tapast heilt ár í öflun rannsóknargagna sem geta nýst við endanlega ákvörðun sveitarstjórnar um hvort leyfa beri vindmyllugarð eða ekki.
Tillaga:
Sveitarstjórn vísar málinu aftur til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Samþykkt með 6 atkvæðum. Einn situr hjá (VG).