Hagsmunaaðilum og framkvæmdaaðilum otað saman
23/06/2020
Sveitarstjórn samþykkir tillögu að leysa Hróðnýjarstaði úr landbúnaðarnotkun
15/04/2021
12/11/2020 skrifað af Sigurður Sigurbjörnsson

Skipulagsstofnun beinir því til sveitarfélagsins að það bíði með auglýsingu aðalskipulagsbreytingu

Sjá úr fundargerð:

10. 2003042 – Hróðnýjarstaðir – breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Bókun úr fundargerð 109. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 5.11.2020, dagskrárliður 2, er í fylgiskjali.
Til máls tóku: Kristján og Eyjólfur.

Skipulagsstofnun beindi því til sveitarfélagsins að bíða með að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingu þar til tillaga að viðauka við landsskipulagsstefnu hefur verið lögð fram til kynningar. Á 197. fundi sínum 15.10.2020 samþykkti sveitarstjórn að fara að beiðni Skipulagsstofnunar um að bíða með auglýsingu skipulagstillögunar, þar til viðauki landsskipulagsstefnu liggur fyrir til kynningar.
Sveitarstjórn Dalabyggðar lýsir áhyggjum af að kynning viðauka við landsskipulagsstefnu hefur dregist.
Samþykkt samhljóða.

Svar frá Skipulagsstofnun vegna viðauka landsskipulagsstefnu.pdf
Bréf til sveitarstjórnar 29 okt 2020.pdf
Tölvupóstur frá Skipulagsstofnun 9_11_2020.pdf
Bókun úr fundargerð 109 fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 5_11_2020 – dagskrárliður 2.pdf
Skipulagsstofnun beinir því til sveitarfélagsins að það bíði með auglýsingu aðalskipulagsbreytingu
This website uses cookies to improve your experience. By using this website you agree to our Data Protection Policy.
Nánar