Lagabreytingar þarf vegna virkjana undir 10 MW
09/10/2022
Þekkt fólk í viðskiptalífinu á bak við vindmyllurnar
15/03/2023
15/12/2022 skrifað af Sigurður Sigurbjörnsson

Stormorka sækir um uppsetningu á “smávindmyllu”

Á fundi sveitarstjórnar í dag var lögð fram umsókn frá forsvarsmanni Stormorku þess efnis að setja upp smávindmyllu á landi Hróðnýjarstaða. Í fundargerð má sjá hvað umsækjandi telur vera “smávindmyllu”, en sveitarstjórn samþykkti að fresta málinu þar sem málið eigi sér ekki stað í núgildandi aðalskipulagi.

Sjá úr fundargerð:

22.6. 2211040 – Hróðnýjarstaðir – Umsókn um byggingu smávindmyllu
Lögð fram umsókn Magnúsar Jóhannessonar dags. 5.október 2022 um uppsetningu á smávindmyllu í landi Hróðnýjarstaða. Sótt er um byggingu 30kW vindtúrbínu á 16m. háum turni sem nota á til framleiðslu raforku. Vindmyllan er gerð fyrir 56.9 ms vindálag. Landið er landbúnaðarsvæði í núgildandi aðalskipulagi og í því er ekki fjallað um smávirkjanir.
Samþykkt að fresta afgreiðslu málsins þar sem málið á sér ekki stað í núgildandi aðalskipulagi.
Stormorka sækir um uppsetningu á “smávindmyllu”
This website uses cookies to improve your experience. By using this website you agree to our Data Protection Policy.
Nánar