Í fréttum sem birtust á vef Skipulagsstofnunar þann 29.júní 2022 kemur fram að stofnunin staðfesti breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar fyrir vindorkuver í landi Hróðnýjarstaða og Sólheima.
Einhver U beygja virðist hafa komið í málið en ekki er lengra síðan en 5.apríl 2022 þegar Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra synjaði staðfestingu aðalskipulagsbreytinga vegna málsins. Ekki liggur fyrir hvað í málinu breyttist á þessum stutta tíma sem varð til þess að þessi afstöðubreyting ráðherra kom til.