Member Directory

Höfundur, Bjarni Jónsson, fæddur í Reykjavík 1949, foreldrar af húnvetnskum uppruna. Stúdent úr stærðfræðideild MR 1969, fyrrihlutapróf verkfræði frá HÍ 1972 og lokapróf í rafmagnsverkfræði frá NTH-Norges Tekniske Högskole í Þrándheimi í árslok 1974. Rafhönnunarstörf hjá Kvaerner Engineering AS í Noregi 1975-1976, og verkefnastjóri hjá RARIK, framkvæmdadeild, 1976-1980. Rafmagnsstjóri hjá ISAL í Straumsvík frá 1981-2015 og síðan á eftirlaunum.