Spurt og svarað um vindorkuver
08/11/2024
Svenulf Vågene
Ætla Íslendingar að gera sömu mistök og Norðmenn ?
14/11/2024
10/11/2024 skrifað af Sigurður Sigurbjörnsson

Starfshópur Guðlaugs Þórs umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra skilar skýrslu

Nú liggur það fyrir að Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra  fundaði með sveitarstjórn Dalabyggðar þann 24.október 2023. Í framhaldinu skipaði hann starfshóp þann 3.nóvember árið 2023 um eflingu samfélags í Dalabyggð til að vinna tillögur um aðgerðir sem heyra undir málefnasvið þess ráðuneytis og stuðla getað að því að efla samfélagið í Dalabyggð.

Formaður starfshópsins var tilnefndur sjálfstæðismaðurinn Sigurður Rúnar Friðjónsson fyrrverandi mjólkurbússtjóri í Búðardal sem einnig er föðurbróðir Friðjóns Þórðarsonar sem fer fyrir vindorkuverkefni Quair að Sólheimum. Þá er í hópnum Halla Steinólfsdóttir bóndi, Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri og Kjartan Ingvarsson lögfræðingur hjá ráðuneytinu.

Áhugavert er að starfshópurinn leggur meðal annars til eftirfarandi í kafla 3.3 Vindorkuver.

  • Mikilvægt er að verkefnið Vindorkuver á Laxárdalsheiði fari í gegnum lögbundið ferli Rammaáætlunar

Frétt frá Dalabyggð

Skýsla starfshópsins

Þá er einnig áhugavert að hvergi er minnst á í skýrslu starfshópsins  um fyrirætlanir fyrirtækisins Stormorku ehf sem keypti jörðina Hróðnýjarstaði og ætlar sér að koma á fót vindorkuveri á jörðinni án þess að fara með verkefnið í gegnum rammaáætlun.

Er það skoðun okkar að raunhæfasta, faglegasta og besta niðurstaða starfshóps umhverfisráðherra hefði verið að leggja til að hópurinn sæi það ekki sem kost að heimila vindorkuver í Dalabyggð og varðveita þannig þá sérstöðu sem síðar kann að verða hér á landi að vera hérað án vindorkuvirkjana og standa þannig með náttúru Íslands !

Starfshópur Guðlaugs Þórs umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra skilar skýrslu
This website uses cookies to improve your experience. By using this website you agree to our Data Protection Policy.
Nánar