Innviðaráðherra synjar staðfestingu aðalskipulagsbreytinga um vindorkuver í Dalabyggð og Reykhólahreppi
27/04/2022
Sveitarstjórn samþykkir breytingu á aðalskipulagi vegna vindorkuvers á Hróðnýjarstöðum
16/06/2022
03/05/2022 skrifað af Sigurður Sigurbjörnsson

Sveitarstjórn ósátt við Skipulagsstofnun

Á fundi sínum þann 3.5.2022 samþykkir sveitarstjórn samhljóða að lýsa yfir vonbrigðum með niðurstöðu og ákvörðun innviðaráðherra og skorar á Alþingi að endurskoða án tafar lagaumhverfi í tengslum við málefni vindorku.

Sjá úr fundargerð:

3. 2003042 – Hróðnýjarstaðir – breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Úr fundargerð 126. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 27.04.2022, dagskrárliður 5:
2003042 – Hróðnýjarstaðir – breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Ákvörðun ráðherra varðandi breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar vegna vindorkuvers í landi Hróðnýjarstaða.
Nefndin tekur undir með ráðherra um óhóflegar tafir á afgreiðslu málsins hjá Skipulagsstofnun.

Þar sem fyrir liggur ákvörðun ráðherra um synjun á breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar vegna vindorkuvers í landi Hróðnýjarstaða leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að umrætt iðnaðarsvæði verði skilgreint sem varúðarsvæði.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Dalabyggðar lýsir yfir vonbrigðum með niðurstöðu og ákvörðun innviðaráðherra og skorar á Alþingi að endurskoða án tafar lagaumhverfi í tengslum við málefni vindorku enda um að ræða mikið hagsmunamál fyrir sveitarfélög. Mikilvægt er að leyst verði úr þeirri óvissu sem nú er til staðar. Sveitarstjórn tekur undir með ráðherra um óhóflegar tafir á afgreiðslu málsins hjá Skipulagsstofnun. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fyrirhugað iðnaðarsvæði í landi Hróðnýjarstaða verði skilgreint sem varúðarsvæði í samræmi við ákvörðun ráðherra.
Samþykkt samhljóða.
Ákvörðun ráðherra í máli IRN22011084 varðandi breytingar á aðalskipulagi Dalabyggðar.pdf
Sveitarstjórn ósátt við Skipulagsstofnun
This website uses cookies to improve your experience. By using this website you agree to our Data Protection Policy.
Nánar