Sveitarstjórn ósátt við Skipulagsstofnun
03/05/2022
Sveitarstjórnarfundur – breyting á aðalskipulagi
16/06/2022
16/06/2022 skrifað af Sigurður Sigurbjörnsson

Sveitarstjórn samþykkir breytingu á aðalskipulagi vegna vindorkuvers á Hróðnýjarstöðum

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti í dag breytingu á aðalskipulagi vegna vindorkuvers í landi Hróðnýjarstaða.

 

Sjá úr fundargerð:

10. 2003042 – Hróðnýjarstaðir – breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Fyrir liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 vegna vindorkuvers í landi Hróðnýjarstaða.
Dalabyggð óskaði með erindi dags. 19. október 2021 skv. 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga staðfestingar Skipulagsstofnunar á breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna iðnaðarsvæðis í landi Hróðnýjarstaða fyrir vindorkuver.

Skipulagsstofnun vísaði með bréfi dags. 28. desember 2021, staðfestingu breytingar á aðalskipulagi Dalabyggðar til ákvörðunar ráðherra sbr. 4. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstofnun vísaði m.a. í skilmála skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 þar sem segir að svæði í biðflokki rammaáætlunar skuli skilgreind sem varúðarsvæði en skilgreining varúðarsvæðis felur m.a. í sér takmörkun á landnotkun.

Þann 6. apríl 2022 barst ákvörðun ráðherra þar sem synjað er um staðfestingu á breytingum á aðalskipulagi sveitarfélagsins varðandi vindorkuver á Hróðnýjarstöðum.

Í kjölfar athugasemda Skipulagsstofnunar og ákvörðunar ráðherra hafa skipulagsgögn verið lagfærð með þeim hætti að fyrirhugað iðnaðarsvæði er nú skilgreint sem varúðarsvæði.

Sveitarstjórn samþykkir breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna vindorkuvers í landi Hróðnýjarstaða og að breytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123 /2010.

Samþykkt samhljóða.

7358-006-ASK-008-V01 Hróðnýjarstaðir vindorkugarður askbr lokaskjal.pdf
Sveitarstjórn samþykkir breytingu á aðalskipulagi vegna vindorkuvers á Hróðnýjarstöðum
This website uses cookies to improve your experience. By using this website you agree to our Data Protection Policy.
Nánar