Þekkt fólk í viðskiptalífinu á bak við vindmyllurnar
15/03/2023
Óskað eftir byggingu “smá”vindmyllu að Hróðnýjarstöðum
19/09/2023
11/05/2023 skrifað af Sigurður Sigurbjörnsson

Sveitarstjórn samþykkir ósk Stormorku að skipta jörðinni Hróðnýjarstöðum í tvennt

Á fundi sínum í dag samþykkti sveitarstjórn samhljóða að fallast á ósk Stormorku að skipta jörðinni Hróðnýjarstöðum í tvennt.

Sjá úr fundargerð:

5. 2205022 – Umsókn um landskipti fyrir Botnalækjahæðir út úr jörðinni Hróðnýjarstaðir
Frá 137. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar, þann 04.05.2023:

2205022, Landskipti Hróðnýjarstaðir, ósk um samþykki sveitarstjórnar
Ósk landeigenda Hróðnýjarstaða um samþykki sveitarstjórnar fyrir landaskiptum, sbr. 1. mgr. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Framlögð ný gögn landeigenda Hróðnýjarstaða (L137568), sbr: Beiðni um landskipti dags. 19. desember 2022 undirrituð af landeigendum Hróðnýjarstaða og landskiptagerð Hróðnýjarstaða með hnitsettum uppdrætti. Í landskiptagerð þessari hefur bújörðinni Hróðnýjarstöðum í Dalabyggð verið skipt í tvennt, Hróðnýjarstaði og Hróðnýjarstaði I.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar leggur til við sveitarstjórn að samþykkja landskiptin skv. framlagðri landskiptagerð.

Sveitarstjórn staðfestir ákvörðun umhverfis- og skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða.

20221217 LANDSKIPTAGERÐ HRÓÐNÝJARSTAÐIR Í DALABYGGÐ.pdf
20221219 Hróðnýjarstaðir beiðni um landskipti.pdf
Sveitarstjórn samþykkir ósk Stormorku að skipta jörðinni Hróðnýjarstöðum í tvennt
This website uses cookies to improve your experience. By using this website you agree to our Data Protection Policy.
Nánar