Oddviti les upp svör Dalabyggðar.
Til máls tekur Skúli, Eyjólfur.
Svör Dalabyggðar samþykkt samhljóða.
Oddviti les bókun sveitarstjórnar.
Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum og hagsmunaaðilum. Þess má geta að leitað var umsagnar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands en stofnunin ákvað að senda ekki inn umsögn.
Umsagnir/athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum og stofnunum: Umhverfisstofnun, Orkustofnun, Landsneti, Minjastofnun Íslands, Samgöngustofu, Vegagerðinni, Landgræðslunni, Landvernd, Veðurstofu Íslands, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Hagsmunum.is, Bjarna V. Guðmundssyni, Helga I. Jónssyni fyrir hönd eigenda Hamra og Valdísi Einarsdóttur.
Í umsögn frá svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar dags. 23. mars 2021 eru ekki gerðar athugasemdir við tillögu að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar vegna vindorkuvers á Hróðnýjarstöðum með þeim rökum að hún samræmist stefnu svæðisskipulagsins um eflingu atvinnulífs sem byggir m.a. á nýtingu auðlinda og auknu raforkuöryggi.
Athugasemdirnar kölluðu ekki á efnislegar breytingar á aðalskipulaginu að mati sveitarstjórnar heldur voru þættir eins og mælikvarði og innsláttarvillur lagfærðar.
Sveitarstjórn telur að uppdráttur og greinargerð hafi því verið uppfærð til samræmis við athugasemdir og ábendingar umsagnaraðila. Ítarleg svör sveitarfélagsins við athugasemdum eru að finna í fylgiskjali með þessari fundargerð.
Þar sem ekki liggur fyrir verndar- og orkunýtingaráætlun fyrir fyrirhugað iðnaðarsvæði á Hróðnýjarstöðum og óvíst er um framtíðarskipan mála varðandi stöðu vindorku með tilliti til slíkrar áætlunar verða fyrirhuguð iðnaðarsvæði skilgreind sem iðnaðarsvæði í aðalskipulagi Dalabyggðar í samræmi við F-lið greinar 6.2. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á aðalskipulagi ásamt tillögu skipulagsnefndar að svörum við athugasemdum og að breytingin verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar fyrir gildistöku með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun samþykkt samhljóða.
Oddviti les bókun sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að leysa umrætt svæði úr landbúnaðarnotkun skv. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004.
Bókun samþykkt samhljóða. |