150. fundur sveitarstjórnar.
Fundargerð: https://dalir.is/stjornsysla/nefndir-stjornir-ofl/fundargerd/fundur/?id=256363657994408742001&text=
Úr fundargerð:
1.Vilja- og samstarfsyfirlýsing – 1708001
Fyrirtækið Storm orka ehf áformar að koma upp vindorkugarði í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð ef tilskilin leyfi fást og hefur óskað eftir samstarfi við Dalabyggð varðandi skipulagsmál o.fl.
Fyrir liggja drög að vilja- og samstarfsyfirlýsingu.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í hugmyndir Storm orku ehf en vísar málinu til umhverfis-og skipulagsnefndar
Samþykkt einu hljóði.
76. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar
Fundargerð: https://dalir.is/stjornsysla/nefndir-stjornir-ofl/fundargerd/fundur/?id=236363907711149904941&text=
Úr fundargerð:
4.Vilja- og samstarfsyfirlýsing – 1708001
Fyrirtækið Storm orka ehf áformar að koma upp vindorkugarði í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð ef tilskilin leyfi fást og hefur óskað eftir samstarfi við Dalabyggð varðandi skipulagsmál o.fl. Fyrir liggja drög að vilja- og samstarfsyfirlýsingu.
Sveitarstjórn fjallaði um erindið á 150.fundi og tók jákvætt í hugmyndir Storm Orku ehf en vísaði málinu til umsagnar umhverfis- og skipulagsnefndar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd á erfitt með að taka afstöðu til verkefnisins, þar sem gögn vantar, svo sem afstöðumynd, stærð og fjölda vindmylla og flatarmál vindorkugarðsins.
151.fundur sveitarstjórnar
Fundargerð: http://www.dalir.is/stjornsysla/fundargerdir/nr/19498/
Úr fundargerð:
7.Vilja-og samstarfsyfirlýsing – 1708001 frá fyrra fundi.
Fyrirtækið Storm orka ehf áformar að koma upp vindorkugarði í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð ef tilskilin leyfi fást og hefur óskað eftir samstarfi við Dalabyggð varðandi skipulagsmál o.fl. Fyrir liggja drög að vilja- og samstarfsyfirlýsingu.
Sveitarstjórn óskaði umsagnar umhverfis- og skipulagsnefndar. Nefndi taldi erfitt að taka afstöðu til verkefnisins, þar sem gögn vantar, svo sem afstöðumynd, stærð og fjölda vindmylla og flatarmál vindorkugarðsins.
Magnús B. Jóhannsson framkvæmdastjóri Storm Orku ehf, fundaði með sveitarstjórnarmönnum fyrr í dag og skýrði áform fyrirtækisins.
Lagt til að sveitarstjórn samþykki vilja- og samstarfsyfirlýsinguna. Samþykkt með sex atkvæðum. Einn situr hjá (HSS).
Gert er ráð fyrir að Íbúafundur verði haldinn á næstu vikum þar sem þetta verður kynnt ásamt fleiru.
ATH. Hér samþykkir sveitarstjórn viljayfirlýsingu þrátt fyrir að umhverfis- og skipulagsnefnd hafi vísað málinu frá vegna skorts á upplýsingum.
Frétt birtist á Vísir.is um málið: http://www.visir.is/g/2017171018870
Ath. Í allri umræðu er talað um að halda íbúafund en ekkert hefur orðið af því.
Sveitarstjórn skrifar tölvupóst til Storm Orku ehf og óskar eftir lýsingu á hugmyndum Storm Orku vegna væntanlegs vindorkugarðs.
Storm Orka svarar sveitarstjórn með bréfi þar sem verkefninu er lýst ásamt uppdrætti af svæðinu.
Sjá hjálagt afrit af bréfinu.
77.fundur umhverfis- og skipulagsnefndar.
Fundargerð: https://dalir.is/stjornsysla/nefndir-stjornir-ofl/fundargerd/fundur/?id=156364107165763047551&text=
Úr fundargerð:
9. Skipulagslýsing á breytingu aðalskipulags Dalabyggðar – 1708016
Fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi Dalabyggðar eru eftirtaldar:
1. Efnistökusvæði í landi Hvítadals í Hvolsdal
2. Vindorkugarður við Hróðnýjarstaði
3. Iðnaðarlóð fyrir gagnaver og fleira
4. Íbúðarsvæði í Búðardal
5. Stækkun verslunar- og þjónustusvæðis í Búðardal
6. Frístundasvæði í landi Hlíðar í Hörðudal
7. Stækkun byggðalínu
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að auglýsa skipulags- og matslýsingu fyrir 7 breytingar á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 samkvæmt 1.mgr.30gr. skipulagslaga nr.123/2010
154.fundur sveitarstjórnar
Fundargerð: https://dalir.is/stjornsysla/nefndir-stjornir-ofl/fundargerd/fundur/?id=096364581920854846961&text=
Úr fundargerð:
8. Aðalskipulag Dalabyggðar – breyting – 1708016
Frá 77.fundi umhverfis- og skipulagsnefndar. Nefndin samþykkti að auglýsa skipulags- og matslýsingu fyrir sjö breytingar á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 skv. 1.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lagt til að sveitarstjórn staðfesti afgreiðslu nefndarinnar.
Frétt birtist á www.dalir.is um breytingar á aðalskipulagi.
Skipulags- og matslýsing frá Eflu verkfræðistofu: http://www.dalir.is/Files/Skra_0077757.pdf
Ath. Engar upplýsingar eru hér til þess að móta afstöðu til málefnisins. Uppdrætti af svæðinu svipar ekkert til þess uppdráttar sem félagið sendir inn til sveitarstjórnar í bréfi sínu í október.
Fyrir tilviljun sjá nágrannar fréttina á dalir.is frá því 1.desember. Þar sem sveitarfélagið óskar eftir athugasemdum fyrir 5.janúar ef miðað er við auglýsinguna en fyrir 13.janúar ef miðað er við skipulags- og matslýsinguna. Strax var farið í gang við að reyna að afla upplýsinga um málið. Það vekur að sjálfstögðu athygli að þetta mál er hvergi auglýst. Tilkynningin um lýsingu á breytingu á aðalskipulagi er sett inn á www.dalir.is og þetta risastóra mál er falið inn á milli mála eins og efnistöku og húsalóða.
Fresturinn sem er veittur er yfir jól og áramót. Engin íbúafundur eða nein tilraun til að kynna þetta mál íbúum og hagsmunaaðilum. Það er auðvitað ekki hægt annað en að halda að þetta hafi átt að fara hægt og hljótt í gegnum kerfið.
Sævar Hjaltason og Smári Hjaltason er eiga Ljárkot sækja um frest ti lað skila inn athugasemdum.
Sævar talar við Höllu Steinólfsdóttur sveitarstjórnarfulltrúa í síma og kvartar yfir því hvernig að málinu sé staðið og að ekki sé hægt að fá nein gögn um málið. Halla mun hafa lofað að ganga í málið og sjá til þess að gögn yrðu veitt.
Sævar Hjaltason sendir tölvupóst á Boga byggingafulltrúa og óskar eftir gögnum um málið. Bogi sendir til baka bréfið sem Storm orka sendi sveitarstjórn 29.október og segir jafnframt að Magnús á Hróðnýjarstöðum sé tilbúnn að halda kynningu á verkefninu fyrir næstu nágranna ef vilji sé fyrir því.
Ath. Hér var ekki vitað hver Magnús á Hrónýjarstöðum er né hvaða aðkomu hann hefur að fyrirtækinu.
Sendur tölvupóstur á alla sveitarstjórnarmeðlimi, byggingafulltrúa og sveitarstjóra.
Góðan dag, við erum nokkur sem eigum fasteignir og jarðir í nágrenni við Hróðnýjarstaði, sem óskum hér með eftir að fá fund með sveitarstjórn til þess að afla frekari upplýsinga um fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi er varðar uppsetningu vindorkugarðs í landi Hróðnýjarstaða. Við sjáum í síðustu fundargerð að næsti fundur sveitarstjórnar er þriðjudaginn 16.janúar og til þess að einfalda málin þá óskum við eftir að fá fund með sveitarstjórn þann dag eða kvöld. Erum sveigjanleg með tímasetningu.
Fyrir hönd eigenda Ljárskóga, Ljárkots, Vígholtsstaða og frístundabyggðar í landi Vígholtsstaða.
Steinunn M.Sigurbjörnsdóttir
s: 8202042
Fulltrúar nágranna Hróðnýjarstaða funda með Sigurði Eyberg og Magnúsi B.Jóhannessyni eigendum Hróðnýjarstaða. Fulltrúar nágranna voru Arnór Björnsson, Haraldur Reynisson, Sævar Hjaltason, Sigurður Sigurbjörnsson og Hilmar Magnússon.
Engar markverðar upplýsingar fengust aðrar en þær að hljóðmengun af vindmyllum svipaði til þess er ísskápur væri að fara í gang. Spurðir út í fjármögnun á verkefninu sögðust Magnús og Sigurður vera einir í þessu.
_
Steinunn M.Sigurbjörnsdóttir sendir ítrekun á sveitarstjórn:
Góðan dag,
Gott væri að vita hvort þessi beiðni er móttekin og hvenær ég má eiga von á svari.
Bestu kveðjur,
Steinunn
Svar barst síðar sama dag frá sveitarstjóra þar sem erindið var móttekið. Þá kom fram hjá Sveini að verið væri að undirbúa íbúafund þar sem m.a. þessi mál yrðu kynnt. Gert væri ráð fyrir að fundurinn yrði fyrir lok janúar. Fundurinn yrði auglýstur á dalir.is og í Dalapósti.
Steinunn M. ítrekar svo síðar sama dag:
Sæll Sveinn
Takk fyrir póstinn.
Eins og fram kom í upphaflega póstinum teljum við okkur þurfa að hitta sveitarstjórn á fundi og fá gögn og upplýsingar til þess að geta tekið afstöðu til þeirra breytinga sem þið eruð að auglýsa á aðalskipulagi Dalabyggðar. Ég ítreka því ósk mína um fund með sveitarstjórn þann 16.janúar.
Bestu kveðjur,
Steinunn
Steinunn M.Sigurbjörnsdóttir sendir ítrekun til sveitarstjórnar.
Sæl verið þið öll,
Ég verð að segja að ég er eiginlega orðlaus yfir viðbrögðum ykkar við þessari beiðni. Á ég að skilja það svo að sveitarstjórn Dalabyggðar hunsi beiðni íbúa og fasteignaeigenda um fund vegna þessa máls? Þetta er líklega stærsta skipulagsbreyting sem verið hefur á borði sveitarstjórnar og skiptir gífurlegu máli fyrir okkur sem næstu nágranna. Viðbrögð ykkar þegar við óskum eftir upplýsingum og fundi eru ótrúleg. Það getur ekki verið að við sem einstaklingar þurfum að leggjast í viðamiklar og kostnaðarsamar aðgerðir til þess að verða okkur úti um þær upplýsingar sem sveitarstjórn notaði til að taka þá ákvörðum að auglýsa þessa skipulagsbreytingu. Við hljótum að eiga rétt á að fá þessar upplýsingar. Já og íbúafundur þar sem þetta er fjórða mál á dagskrá er ekki eitthvað sem við sættum okkur við.
Ég óska eftir svari við þessari beiðni sem fyrst og endurtek hana hér:
Við, eigendur fasteigna og jarða í nágrenni við Hróðnýjarstaði, óskum hér með eftir að fá fund með sveitarstjórn Dalabyggðar vegna auglýstra breytinga á aðalskipulagi Dalabyggðar er varðar uppbyggingu vindorkugarðs í landi Hróðnýjarstaða. Tillaga að fundartíma er 16.janúar þegar sveitarstjórn fundar næst.
Fyrir hönd eigenda Ljárskóga, Ljárkots, Vígholtsstaða og frístundabyggðar í landi Vígholtsstaða,
Steinunn M. Sigurbjörnsdóttir
Svar barst frá sveitarstjórna stuttu síðar:
Í svari sveitarstjóra kom fram að vinna við breytingu á aðalskipulagi væri á forstigi og einungis hafi verið auglýst að vinna væri að hefjast og hvað fengist væri við. Þá kom fram að ekki lægju fyrir miklar upplýsingar og ekki margt sem sveitarstjórn gæti upplýst umfram það sem þegar lægi fyrir.
Þá leiðrétti sveitarstjóri að ekki væri verið að auglýsa skipulagsbreytingu heldur lýsingu að skipulagsbreytingu. Þá var ítrekað að íbúafundur yrði haldinn 24.janúar kl.20:00 þar sem gerð yrði grein fyrir skipulagsferlinu og hugmyndum vindorkumanna. Þá var fulltrúum nágranna Hróðnýjarstaða boðið að koma til fundar með sveitarstjórnarfulltrúum þriðjudaginn 16.janúar og eiga með þeim um það bil 30.mínútna fund.
Steinunn M.Sigurbjörnsdóttir svaraði sveitarstjóra:
Sæll Sveinn,
Takk fyrir skjót svör.
Afsakaðu ef ég hef farið með rangt mál en sem leikmaður hef ég ekki fullan skilning á muninum á auglýsingu á skipulagsbreytingu og auglýsingu á lýsingu á skipulagsbreytingu.
Þakka fundarboðið. Við komum kl 17:00 þann 16.janúar.
Kveðja,
Steinunn
Fundur haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal kl.17:00. Mættir Arnór Björnsson, Hilmar Magnússon, Sævar Hjaltason, Sigurður Sigurbjörnsson og Steinunn M. Sigurbjörnsdóttir. Sveitarstjóri og öll sveitarstjórnin nema Eyþór J.Gíslason en Eyjólfur Bjarnason varamaður sat fyrir hann.
Er hópurinn sem óskaði eftir fundi með sveitarstjórn mætti til fundar var hópur frá fjárfestingafélaginu Gamma að yfirgefa fund sem þeir höfðu átt með sveitarstjórn fyrr um daginn.
Sveitarstjórn virtist fáfróð um málið og ekki vita mikið og gátu sveitarstjórnarmenn litlu bætt við það sem nágrannar þegar vissu. Engin svör komu sem dæmi við þeirri spurningu eftir hvaða gögnum sveitarstjórnarmenn (allir nema einn) hefðu farið eftir þegar vilja og samstarfsyfirlýsing við fyrirtækið Storm Orku ehf var samþykkt varðandi vindorkuverkefnið.
Íbúafundur mun verða þann 24.janúar kl.20:00 í Búðardal þar sem þetta mál verður meðal annars á dagskrá.
Íbúafundur
Íbúafundur verður haldinn í Dalabúð miðvikudaginn 31. janúar kl. 20.
Dagskrá
1. Fjárhagsáætlun 2018-2021
2. Ljósleiðaraverkefni
3. Lýsing að tillögu að breytingu á aðalskipulagi
4. Kaffihlé
5. Fyrirspurnir og umræður
Undir lið 3 verða meðal annars kynnt áform um vindorkugarð í landi Hróðnýjarstaða.
Íbúar Dalabyggðar eru hvattir til að mæta á íbúafund.
Íbúafundur var haldin í kvöld í Dalabúð í Búðardal á vegum sveitarstjórnar Dalabyggðar. Húsfyllir var eða um 180-200 manns að talið er. Nokkur mál voru á dagskrá og meðal annars umræða um vindokrumál og sölu á húsnæði og landi sveitarfélagsins að Laugum í Sælingsdal.
Sveitarstjórn hafði fengið forsvarsmenn Storm Orku ehf til að vera með einhverskonar söluræðu á verkefni sínu á fundinum í stað þess að kynna málið sjálf og þær niðurstöður og hugmyndir sem sveitarstjórn hefði sjálf um málið.
Að lokum var opnað fyrir spurningar og umræður. Hagsmunir.is tóku upp fundinn en hann má finna hér á síðunni undir “Myndbönd” eða með því að smella hér.
Hagsmunaaðilar senda inn Athugasemdir við Skipulags- og matslýsingu vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004 – 2016
2018-02-02 AthugasemdirUmhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar heldur 82 fund sinn.
Þriðja mál á dagsrká fundarinns var eftirfarandi:
3. Umsókn um uppsetningu á 3 möstrum – 1805012
Storm Orka ehf sækir um leyfi fyrir uppsetningu á þremur 100 metra háum stálgrindarmöstrum til vindmælinga í landi Hróðnýjarstaða.
Nefndin leggur til að afgreiðslu umsóknar verði frestað þangað til skýrsla EFLU, um nýtingu vindorku í sveitarfélaginu, liggur fyrir.
Samþykkt í einu hljóði.
Sveitarstjórn Dalabyggðar heldur 161 fund sinn. Nítjánda mál á dagskrá var umsókn Storm Orku um uppsetningu á rannsóknarmöstrum:
19. Hróðnýjarstaðir – Umsókn um uppsetningu á 3 möstrum – 1805012
Frá 82. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar.
Storm Orka ehf sækir um leyfi fyrir uppsetningu á þremur 100 metra háum stálgrindarmöstrum til vindmælinga í landi Hróðnýjarstaða.
Nefndin leggur til að afgreiðslu umsóknar verði frestað þangað til skýrsla EFLU, um nýtingu vindorku í sveitarfélaginu, liggur fyrir.
Til máls tóku: Sveinn, Valdís, Eyþór.
Greinargerð:
Gera má ráð fyrir að tilvitnuð skýrsla Eflu liggi fyrir lok júnímánaðar. Verði þá farið að fjalla um leyfi fyrir uppsetningu á rannsóknarmöstrum er ólíklegt að hægt verði að koma þeim upp á þessu ári þó leyfi fáist. Þá tapast heilt ár í öflun rannsóknargagna sem geta nýst við endanlega ákvörðun sveitarstjórnar um hvort leyfa beri vindmyllugarð eða ekki.
Tillaga:
Sveitarstjórn vísar málinu aftur til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Samþykkt með 6 atkvæðum. Einn situr hjá (VG).
Fulltrúi Hagsmunir.is sendir tölvupóst til byggingafulltrúa og óskar eftir gögnum varðandi umsókn Storm orku ehf um uppsetningu þriggja rannsóknarmastra í landi Hróðnýjarstaða.
Byggingafulltrúi sendir gögn sem umhverfis og skipulagsnefnd hafði fengið.
Skoða skjal: Byggingaleyfi fyrir vindmælingamöstur
Fulltrúi Hagsmunir.is sendir póst til byggingafulltrúa Dalabyggðar og óskar eftir frekar svörum er varða umsókn Storm Orku ehf um vindmælingamöstur. Meðal annars var óskað eftir því að fá upplýsingar um hvort um stöðuleyfi eða byggingaleyfi væri að ræða.
Nýkjörin sveitarstjórn Dalabyggðar heldur 163 fund sveitarstjórnar.
Þrettánda mál á dagskrá var meðal annars umsókn Storm Orku um uppsetningu á 3 rannsóknarmöstrum:
13. | Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar – 83 – 1806004F | |
Fyrr á fundinum höfum við afgreitt tvö mál sem voru til umfjöllunar á 83. fundi Umhverfis- og skipulagsnefndar varðandi stöðu skipulags í sveitarfélaginu og skógræktaráform í Ólafsdal. Önnur mál sem voru til umfjöllunar á fundinum snerust um breytingar á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 varðandi auglýsingu á deiluskipulagi við Borgarbraut og Gildurbrekkur. Eins var umsókn um byggingu ferðaþjónusthúss á Björgum og umsögn um rekstur ferðaþjónustu í Þurranesi. Eins var til umfjöllunar umsókn Storm orku ehf. um uppsetningu á þremur mösturm til vindmælinga. | ||
Til máls tóku: Einar Jón, Ragnheiður, Skúli Hreinn og Eyjólfur.
Einar Jón kom með eftirfarandi tillögu: Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir að veita Storm orku ehf., stöðuleyfi til að reisa 3 rannsóknarmöstur á landi Hróðnýjarstaða. Leyfið er veitt til tveggja ára. Nákvæm kort með staðsetningum vegslóða og staðsetningum mastra þarf að leggja fyrir byggingafulltrúa áður en ráðist er í framkvæmdir. Tillaga Einars Jóns lögð fram til samþykktar. Til máls tóku: Ragnheiður, Skúli Hreinn, Eyjólfur og Einar. Tillagan lögð fram til samþykktar. Oddviti leggur til að fundargerðin verði samþykkt. |
Fulltrúi Hagsmunir.is ítrekar í pósti spurningar er sendar voru á byggingafulltrúa þann 12.júní 2018.
Dalabyggð birtir á vefsíðu sinni skýrslu sem sveitarfélagið lét gera um vindorkunýtingu í Dalabyggð. Eftirfarandi texti birtist á heimasíðu Dalabyggðar:
Efla verkfræðistofa hefur tekið saman skýrslu um stefnumótun og heildarúttekt á vindorku í Dalabyggð að beiðni sveitarfélagsins og í samræmi við samþykkt á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar 20. febrúar 2018 og fundi umhverfis- og skipulagsnefndar 15. febrúar 2018.
Tilgangurinn skýrslunnar er að setja fram og kynna nálgun á því hvernig vindorkuverkefni eru unnin frá upphafi til enda. Farið er yfir hvernig svæði eru metin m.t.t. ólíkra þátta og sett fram á uppdráttum hvaða svæði koma hugsanlega til greina fyrir staðsetningu vindtúrbína.
Markmiðið er að sveitarfélagið hafi fullmótaða stefnu varðandi nýtingu vindorku og hafi leiðbeinandi viðmið til að styðja við ákvarðanatöku vegna hugsanlegra vindorkuverkefna í framtíðinni.
Skilmálar, gátlisti og uppdrættir eru sett fram í skýrslunni sem viðmið og leiðbeiningar fyrir sveitarfélagið til þess að geta brugðist við óskum um uppbyggingu á vindorku á faglegan og hnitmiðaðan hátt og til að tryggja sjálfbæra orkunýtingu sveitarfélags til framtíðar.
Nýr sveitarstjóri tekur til starfa í Dalabyggð
Frétt birtist á Vísir.is um að stöðuleyfi hafi verið veitt fyrir rannsóknarmöstrum í landi Hróðnýjarstaða: Skoða fréttina
Storm Orka ehf boðar til fundar í Dalabúð í Búðardal þar sem þeir kynna fyrirhuguðu áætlun sína um vindorkuver í landi Hróðnýjarstaða.
Hagsmunir.is senda athugasemdir í netfangið sigurdurj@stormorka.is. Athugasemdir við drög að tillögu að matsáætlun.
Athugasemdir við drög að tillögu að matsáætlunUmhverfis og skipulagsnefnd Dalabyggðar fundar og leggur til við sveitarstjórn að heimila að vinna við breytingar á aðalskipulagi vegna vindorkugarðs í landi Hróðnýjarstaða geti hafist.
Fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar þar sem fulltrúar Hagsmunir.is fóru á fund sveitarstjórnar og kynntu fyrir nýjum sveitarstjóra og sveitarstjórn afsöðu hagsmunaaðila í þessu máli. Síðar sama dag lagði oddviti til á sveitarstjórnarfundi að málinu yrði frestað og haldin sameiginlegur fundur sveitarstjórnar og umhverfis og skilulagsnefndar og var það samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar og leggur fyrir skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsa lýsingarferlið í byrjun janúar með a.m.k. sex vikna fresti til að skila inn athugasemdum. Jafnframt verði þeim aðilum sem áður hafa sent inn athugasemdir send tikynning um auglýsinguna. Samþykkt samhljóða.
Byggingafulltrúi Dalabyggðar svarar fyrirspurn fulltrúa Hagsmunir.is frá 12.júní 2018.
Umhverfis og skipulagsnefnd Dalabyggðar samþykkir skipulagslýsingu sem unnin var af Eflu verkfræðistofu fyrir Dalabyggð.
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir að auglýsa skipulags-og matslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Dalabyggðar.
Skra_0079378Sveitarstjórn Dalabyggðar auglýsir skipulags og matslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi. Óskað er eftir að athugasemdum eða ábendingum verði skilað til skrifstofu skipulagsfulltrúa fyrir 24.maí 2019.
Skipulagsstofnun auglýsir tillögu að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum vegna vindorkuvers að Hróðnýjarstöðum. Óskað eftir að athugasemdum verði skilað inn fyrir 2.maí 2019.
201811038-Vindorka-HrodnyjarstodumHagsmunaaðilar skila inn athugasemdum við tillögu að matsáætlun til Skipulagsstofnunar.
Athugasemdir-við-tillögu-að-matsáætlunErlent fyrirtæki hefur uppsetningu á tveimur 100m háum rannsóknarmöstrum í landi Hróðnýjarstaða.
Hagsmunaaðilar senda sveitarstjórn Dalabyggðar bréf með ósk um frestun auglýsingar skipulags og matslýsingar vegna vindorkuvers að Hróðnýjarstöðum.
Bréf-til-DalabyggðarSveitarstjóri Dalabyggðar staðfestir móttöku bréfsins og tilkynnir að auglýst verði framlenging á athugasemdafresti.
Sveitarstjórn Dalabyggðar framlengir athugasemdafrest til 18.júní
Sveitarstjórn Dalabyggðar ákveður á fundi sínum að fresta athugasemdaferlinu fram til 2.júlí 2019
Lögmaður hagsmunaaðila sendir inn bréf til sveitarstjórnar Dalabyggðar með athugasemdum við skipulags og matslýsingu.
2019-06-28 Athugasemdir (1)Verkefnisstjórnin hitti fulltrúa hagsmunaaðila nærliggjandi jarða við Hróðnýjarstaði þar sem sjónarmið þeirra var komið á framfæri en fulltrúarnir héldu stutta kynningu fyrir verkefnisstjórnina.
Kynninguna má finna hér fyrir neðan:
- fundur Sveitarstjórnar. Athugasemdir við Skipulags- og matslýsingu lagðar fram til kynningar.
Umsögn Strandabyggðar
Umsögn Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytis
Umsögn Húnaþings vestra
Umsögn Heilbrigðiseftirlits Vesturlands
Umsögn frá Skipulagsstofnun
Umsögn frá Umhverfisstofnun
Umsögn frá Landgræðslunni
Umsögn frá Minjastofnun
Athugasemdir frá Bjarna V. Guðmundssyni
Athugasemdir frá lögmannsstofunni Lögskil
Storm Orka setur þrýsting á sveitarstjórn með bréfi.
Bréf til sveitarstjórnar 2108201996. fundur Umhverfis- og skipulagsnefndar
Storm Orka mætir á fundinn og “kynnir afstöðu sína til málsins” eins og sagt er í fundargerð. Nefndin leggur til að sveitarstjórn fundi með Storm Orku.
https://dalir.is/stjornsysla/nefndir-stjornir-ofl/fundargerd/fundur/?id=v7Pf7cXVs0muFt75addQ1&text=
178. fundur sveitarstjórnar
Bréfið frá Storm Orku frá 21. ágúst s.l. lagt fram til kynningar.
99. fundur Umhverfis- og skipulagsnefndar
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að ráðist verði í breytingar á aðalskipulagi Dalabyggðar vegna vindorkuvers á Hróðnýjarstöðum. Samþykkt samhljóða.
Haldinn kynningarfundur um aðalskipulagsbreytinguna. Dalabyggð boðaði fundinn og tefldi fram skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins, starfsmanni Eflu og framkvæmdaraðilum. Sveitarstjórn sjálf tjáði sig ekkert um málið né heldur Umhverfis- og skipulagsnefnd.
Fundur um skipulagsbreytingar á Sólheimum
Fundur um skipulagsbreytingar á Hróðnýjarstöðum
105. fundur Umhverfis- og skipulagsnefndar.
Nefndin samþykkir að sveitarstjórn auglýsi breytingu á aðalskipulagi.
Allir í sveitarstjórn, Eyjólfur Ingvi Bjarnason, Ragnheiður Pálsdóttir, Skúli Hreinn Guðbjörnsson, Sigríður Huld Skúladóttir, Einar Jón Geirsson, Þuríður Jóney Sigurðardóttir og Pálmi Jóhannsson samþykktu samhljóða að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar svo byggja megi tvö risastór vindorkuver á landbúnaðarjörðum í Dölum. Það vekur furðu að engin gagnrýnin umræða var á fundinum heldur virtust allir sveitarstjórnarfulltrúar sammála í öllum atriðum.
Steinunn M. Sigurbjörnsdóttir ritar sveitarstjóra tölvupóst varðandi væntanlega viðhorfskönnun og sveitarstjóri svaraði samdægurs.
Hagsmunir.is sendir inn athugasemdir við auglýsta breytingu á aðalskipulagi vegna Hróðnýjarstaða til Dalabyggðar. Tölvupóstur móttekin af Þórði skipulagsfulltrúa þann 20.janúar 2021. Sjá pdf.
Athugasemdir við auglýsta breytingu á aðalskipulagi - Hróðnýjarstaðir
Hagsmunir.is sendir inn athugasemdir við auglýsta breytingu á aðalskipulagi vegna Sólheima til Dalabyggðar. Tölvupóstur móttekin af Þórði skipulagsfulltrúa þann 20.janúar 2021. Sjá pdf.
Athugasemdir við auglýsta breytingu á aðalskipulagi - Hróðnýjarstaðir