Fundur haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal kl.17:00. Mættir Arnór Björnsson, Hilmar Magnússon, Sævar Hjaltason, Sigurður Sigurbjörnsson og Steinunn M. Sigurbjörnsdóttir. Sveitarstjóri og öll sveitarstjórnin nema Eyþór J.Gíslason en Eyjólfur Bjarnason varamaður sat fyrir hann.
Er hópurinn sem óskaði eftir fundi með sveitarstjórn mætti til fundar var hópur frá fjárfestingafélaginu Gamma að yfirgefa fund sem þeir höfðu átt með sveitarstjórn fyrr um daginn.
Sveitarstjórn virtist fáfróð um málið og ekki vita mikið og gátu sveitarstjórnarmenn litlu bætt við það sem nágrannar þegar vissu. Engin svör komu sem dæmi við þeirri spurningu eftir hvaða gögnum sveitarstjórnarmenn (allir nema einn) hefðu farið eftir þegar vilja og samstarfsyfirlýsing við fyrirtækið Storm Orku ehf var samþykkt varðandi vindorkuverkefnið.
Íbúafundur mun verða þann 24.janúar kl.20:00 í Búðardal þar sem þetta mál verður meðal annars á dagskrá.