Íbúafundur í Dalabúð

351

Íbúafundur var haldin í kvöld í Dalabúð í Búðardal á vegum sveitarstjórnar Dalabyggðar. Húsfyllir var eða um 180-200 manns að talið er. Nokkur mál voru á dagskrá og meðal annars umræða um vindokrumál og sölu á húsnæði og landi sveitarfélagsins að Laugum í Sælingsdal.

Sveitarstjórn hafði fengið forsvarsmenn Storm Orku ehf til að vera með einhverskonar söluræðu á verkefni sínu á fundinum í stað þess að kynna málið sjálf og þær niðurstöður og hugmyndir sem sveitarstjórn hefði sjálf um málið.

Að lokum var opnað fyrir spurningar og umræður. Hagsmunir.is tóku upp fundinn og má horfa á hann hér fyrir neðan.