Steinunn M.Sigurbjörnsdóttir sendir ítrekun á sveitarstjórn:
Góðan dag,
Gott væri að vita hvort þessi beiðni er móttekin og hvenær ég má eiga von á svari.
Bestu kveðjur,
Steinunn
Svar barst síðar sama dag frá sveitarstjóra þar sem erindið var móttekið. Þá kom fram hjá Sveini að verið væri að undirbúa íbúafund þar sem m.a. þessi mál yrðu kynnt. Gert væri ráð fyrir að fundurinn yrði fyrir lok janúar. Fundurinn yrði auglýstur á dalir.is og í Dalapósti.
Steinunn M. ítrekar svo síðar sama dag:
Sæll Sveinn
Takk fyrir póstinn.
Eins og fram kom í upphaflega póstinum teljum við okkur þurfa að hitta sveitarstjórn á fundi og fá gögn og upplýsingar til þess að geta tekið afstöðu til þeirra breytinga sem þið eruð að auglýsa á aðalskipulagi Dalabyggðar. Ég ítreka því ósk mína um fund með sveitarstjórn þann 16.janúar.
Bestu kveðjur,
Steinunn