Dalabyggð birtir á vefsíðu sinni skýrslu sem sveitarfélagið lét gera um vindorkunýtingu í Dalabyggð. Eftirfarandi texti birtist á heimasíðu Dalabyggðar:
Efla verkfræðistofa hefur tekið saman skýrslu um stefnumótun og heildarúttekt á vindorku í Dalabyggð að beiðni sveitarfélagsins og í samræmi við samþykkt á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar 20. febrúar 2018 og fundi umhverfis- og skipulagsnefndar 15. febrúar 2018.
Tilgangurinn skýrslunnar er að setja fram og kynna nálgun á því hvernig vindorkuverkefni eru unnin frá upphafi til enda. Farið er yfir hvernig svæði eru metin m.t.t. ólíkra þátta og sett fram á uppdráttum hvaða svæði koma hugsanlega til greina fyrir staðsetningu vindtúrbína.
Markmiðið er að sveitarfélagið hafi fullmótaða stefnu varðandi nýtingu vindorku og hafi leiðbeinandi viðmið til að styðja við ákvarðanatöku vegna hugsanlegra vindorkuverkefna í framtíðinni.
Skilmálar, gátlisti og uppdrættir eru sett fram í skýrslunni sem viðmið og leiðbeiningar fyrir sveitarfélagið til þess að geta brugðist við óskum um uppbyggingu á vindorku á faglegan og hnitmiðaðan hátt og til að tryggja sjálfbæra orkunýtingu sveitarfélags til framtíðar.
https://hagsmunir.is/wp-content/uploads/2018/02/efluskyrsla-18.06.2018.pdf