Hér birtist viðtal við nýja eigendur jarðarinnar Hróðnýjarstaða þar sem þáttastjórnandi spyr Magnús Jóhannesson eiganda Hróðnýjarstaða um söguna á bak við það hvers vegna þeir bræður séu komnir að Hróðnýjarstöðum.
Þetta einstaka viðtal við Magnús má finna í spilaranum hér fyrir neða
“Til að gera langa sögu stutta að þá hérna förum við í það og eins og við lítum á að þá er næsta skref í orkubúskap Íslendinga það er vindorkan”
Þá segir Magnús að þeir hafi fengið sauðfjárbúið í kaupbæti.
“Við tókum hérna við 1.ágúst í fyrra og þá vorum við með þúsund vetrarfóðraðar og vorum að sækja þarna upp á fjall eitthvað um tvöþúsund sjöhundruð og fimmtíu kvikindi, eða svo, á hrossum”
Magnús heldur svo áfram að útskýra áform þeirra bræðra um vindorkuverið og segir:
…”og þá erum við að byrja á því núna í sumar að fara að setja upp reisa vindmælingamöstur, þrjú stykki og ætlum að fara að henda þeim upp á þremur stöðum hér á landinu okkar og síðan erum við að fara að senda sérfræðingana okkar hérna út í móa að telja grös og telja fugla eftir kúngstarinnar reglum sko”
Og Hlédís spyr áfram hvers vegna þeir séu að gera þetta og Magnús svarar meðal annars:
“Það er til þess að athuga hvort að vindmyllurnar séu að raska lífríkinu hérna mikið. Við þurfum að finna út úr því hvort að það sé eitthvað hérna … desk stúdíurnar , við fórum í gegnum þær eins og ég sagði. Við fórum í gegnum til dæmis fornminjar einhverjar fornminjar, við erum að leita að öllum hugsanlegum atriðum sem geta komið í veg fyrir að þetta verkefni geti orðið að veruleika. Og líka átta okkur á hvaða áhrif verkefnið hefur á umhverfið og líka samfélagið”
Hlédís spyr Magnús því næst út í það hvort þeir hafi fengið góðar viðtökur í samfélaginu og hjá sveitarfélaginu og Magnús svarar:
“Sveitungar okkar við heyrum ekki annað en að þeir séu mjög opnir, allavegana virðast vera að taka þessu með opnum huga, tilbúnir til þess að skoða. Neikvæð áhrif af þessu verkefni eins og við höfum verið að stilla því upp og eins og við höfum kynnt okkur að þá er þetta helst svona frá einum tveimur bæjum að þá sést þetta. Önnur neikvæð áhrif finnum við ekki. Jákvæðu áhrifin eru hins vegar mímörg.”
Magnús fer síðan að telja upp jákvæð áhrif sem vindorkuver á þessum stað muni hafa á sveitarfélagið og fullyrðir meðal annars:
“Sveitarfélagið tvöfaldar framkvæmdarfé sitt í gegnum skatttekjur sem að það fær, og það er ýmislegt hægt að gera fyrir þá peninga.”
Í framhaldi af þessu heldur Magnús áfram með fullyrðingar sínar:
“Annað sem að mér dettur í hug það er meðal annars það er orkuöryggi fyrir svæðið, af því að sko allar okkar, fyrirgefðu ég endurtek, ég tek þetta til baka, og segi flestar okkar virkjanir okkar Íslendinga eru í mjög nálægt hérna jarðskjálfta eða orkuvirkum svæðum, til dæmis á Suðurlandi. Og hvað gerist þegar að Katla eða Hekla fara af stað. Hvað gerist fyrir orkuöryggi Íslendinga þá? … Þetta svæði hér með okkar vindmyllur, við verðum, við tryggjum alla vegana eitthvað. Hluta af því öryggi fyrir þetta svæði sem er nauðsynlegt.”
Kindurnar halda áfram að jórtra frekar stressaðar að sjá í myndbandinu og Hlédís spyr út í hversu mikla orku fyrirhugað vindorkuver kom til með að skaffa og Magnús svarar:
“Við erum að áætla að þetta verkefni verið 100 til 130 megavött að stærð og það verið svona 500 til 600 gígavattsstundir, það er fyllilega nóg til þess að halda þessu, öllu þessu svæði á floti langan tíma og þó meira væri.”