Thursday, December 7, 2023

Vefurinn Hagsmunir.is er stofnaður af hópi fólks sem er mótfallinn ákvörðun Dalabyggðar um að skipuleggja iðnaðarsvæði fyrir vindorkuvirkjanir á tveimur landbúnaðarjörðum í Dölum.

Er þar meðal annars um að ræða eigendur jarðanna Ljárskóga, Glerárskóga, Ljárkots og Vígholtsstaða ásamt frístundajarða í landi Vígholtsstaða.

Hópurinn telur sveitarstjórn Dalabyggðar ekki hafa staðið rétt að málum í upphafi þessa máls, ekki hafa mótað sér stefnu varðandi virkjun vindorku í sveitinni og ekki taka tillit til mótmæla nágranna. Málið er fodæmalaust þegar kemur að stærð og umfangi og telur hópurinn það vafa undirorpið hver hagur sveitarfélagsins yrði af slíkri framkvæmd.

Hópurinn hefur ítrekað farið þess á leit við sveitarstjórn að hætta við þessi áform enda muni þau hafa varanleg neikvæð áhrif á sveitina og samfélagið. Þeir sem vilja slást í hópinn, skrifa á síðuna eða hafa einhverjar fyrirspurnir til hópsins geta sent tölvupóst í netfangið hagsmunir@hagsmunir.is

Umfjöllun fréttamiðla um málið

Aðalskipulag vegna vindorkuvers í landi Hróðnýjarstaða og Sólheima staðfest af Skipulagsstofnun

Í fréttum sem birtust á vef Skipulagsstofnunar þann 29.júní 2022 kemur fram að stofnunin staðfesti breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar fyrir vindorkuver í landi Hróðnýjarstaða og Sólheima. Einhver U beygja virðist...

Innviðaráðherra synjar staðfestingu aðalskipulagsbreytinga um vindorkuver í Dalabyggð og Reykhólahreppi

Í frétt sem birtist þann 27.apríl 2022 kemur fram að Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hafi synjað staðfestingu aðalskipulagsbreytinga um vindorkuver í Reykhólahreppi og Dalabyggð. Fréttina má lesa í heild sinni...
Skjáskot af RÚV.IS

RÚV: Vilja ekki vindorkuver á Hróðnýjarstöðum

https://www.ruv.is/frett/2020/06/10/vilja-ekki-vindorkuver-a-hrodnyjarstodum  

Búðardalur.is = Hvar er frelsið?

Vefurinn Búðardalur.is skrifar í dag fréttt sem hefst á orðunum. "Hvar er frelsið. Hvað mun Dalabyggð gera?" Svona hefst frétt sem byggir á fundarboði Dalabyggðar vegna fyrirhugaðrar vindorku í Dalabyggð....