Vefurinn Hagsmunir.is er stofnaður af hópi fólks sem er mótfallinn ákvörðun Dalabyggðar um að skipuleggja iðnaðarsvæði fyrir vindorkuvirkjanir á tveimur landbúnaðarjörðum í Dölum.

Er þar meðal annars um að ræða eigendur jarðanna Ljárskóga, Glerárskóga, Ljárkots og Vígholtsstaða ásamt frístundajarða í landi Vígholtsstaða.

Hópurinn telur sveitarstjórn Dalabyggðar ekki hafa staðið rétt að málum í upphafi þessa máls, ekki hafa mótað sér stefnu varðandi virkjun vindorku í sveitinni og ekki taka tillit til mótmæla nágranna. Málið er fodæmalaust þegar kemur að stærð og umfangi og telur hópurinn það vafa undirorpið hver hagur sveitarfélagsins yrði af slíkri framkvæmd.

Hópurinn hefur ítrekað farið þess á leit við sveitarstjórn að hætta við þessi áform enda muni þau hafa varanleg neikvæð áhrif á sveitina og samfélagið. Þeir sem vilja slást í hópinn, skrifa á síðuna eða hafa einhverjar fyrirspurnir til hópsins geta sent tölvupóst í netfangið hagsmunir@hagsmunir.is