Vefurinn Búðardalur.is skrifar í dag fréttt sem hefst á orðunum. “Hvar er frelsið. Hvað mun Dalabyggð gera?”
Svona hefst frétt sem byggir á fundarboði Dalabyggðar vegna fyrirhugaðrar vindorku í Dalabyggð. Í dag munu fara fram fundir vegna fyrirhugaðrar vindorku í Dalabyggð.
Svo virðist fyrir leikmönnum að sem Dalabyggð sé búin að ákveða að samþykkja breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar vegna fyrirhugaðra vindokruvera í landi Sólheima í Laxárdal og í landi Hróðnýjarstaða í Laxárdal.
En hvers eiga nágrannar og íbúar Dalabyggðar sem eru á móti framkvæmdinni að gjalda?