Sjá úr fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar:
4. 1811005 – Hróðnýjarstaðir – afgreiðsla athugasemda vegna skipulags- og matslýsingar. |
Aðalskipulag Dalabyggðar 2004-2016. Skipulags- og matslýsing vegna vindlundar á Hróðnýjarstöðum. Landeigendur á Hróðnýjarstöðum (landnr. 137568) hafa óskað eftir að gert verði ráð fyrir rúmlega 400 ha svæði fyrir blandaða landnotkun, iðnaðarsvæði til vindorku og til landbúnaðar. Skipulagslýsingin var sett fram í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og unnin í samræmi við grein 4.2. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013, með síðari breytingum. Óskað var eftir umsögnum, athugasemdum eða ábendingum fyrir 02.07.2019. |
Alls bárust 10 umsagnir, m.a. frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Landgræðslunni og Minjastofnun. Innkomnar umsagnir lagðar fyrir umhverfis- og skipulagsnefnd og verða hafðar til hliðsjónar í skipulagsferlinu sem framundan er. |