Kynning fyrir verkefnastjórn Rammaáætlunar
13/08/2019
Skipulagsfulltrúa Dalabyggðar falið að útfæra kynningarfund
08/05/2020
08/10/2019 skrifað af Sigurður Sigurbjörnsson

10 umsagnir berast vegna beiðni Stormorku um vindorkuver

Sjá úr fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar:

4. 1811005 – Hróðnýjarstaðir – afgreiðsla athugasemda vegna skipulags- og matslýsingar.
Aðalskipulag Dalabyggðar 2004-2016. Skipulags- og matslýsing vegna vindlundar á Hróðnýjarstöðum. Landeigendur á Hróðnýjarstöðum (landnr. 137568) hafa óskað eftir að gert verði ráð fyrir rúmlega 400 ha svæði fyrir blandaða landnotkun, iðnaðarsvæði til vindorku og til landbúnaðar. Skipulagslýsingin var sett fram í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og unnin í samræmi við grein 4.2. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013, með síðari breytingum. Óskað var eftir umsögnum, athugasemdum eða ábendingum fyrir 02.07.2019.
Alls bárust 10 umsagnir, m.a. frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Landgræðslunni og Minjastofnun.
Innkomnar umsagnir lagðar fyrir umhverfis- og skipulagsnefnd og verða hafðar til hliðsjónar í skipulagsferlinu sem framundan er.

Lesa fundargerðina

10 umsagnir berast vegna beiðni Stormorku um vindorkuver
This website uses cookies to improve your experience. By using this website you agree to our Data Protection Policy.
Nánar