Vilja ekki vindorkuver á Hróðnýjarstöðum
10/06/2020
Fjársterkir aðilar nýta sér smæð sveitarfélaga
21/06/2020
21/06/2020 skrifað af Sigurður Sigurbjörnsson

Fordæmalausar skipulagsbreytingar

Sveitarstjórn Dalabyggðar leggur til fordæmalausar skipulagsbreytingar án þess að taka tillit til mótmæla íbúa og hagsmunaaðila

Sveitarstjórn Dalabyggðar breytir landbúnaðarjörðum í iðnaðarsvæði til þess að þar megi byggja vindorkuvirkjanir. Skipulagsbreytingar sem þessar eiga sér engin fordæmi á Íslandi en munu verða fordæmisgefandi í framtíðinni.

Nágrannar eru mjög ósáttir og hafa frá því síðla árs 2017 mótmælt harðlega á fundum með sveitarstjórn ásamt því að hafa sent mörg bréf með mótmælum og athugasemdum við þessa fyrirætlan.

Sveitarstjórn hunsar mótmæli íbúa og hagsmunaaðila og gerir lítið úr mótmælunum í stað þess að verja hagsmuni þeirra eins og þeim ber lagaleg skylda til.

Fordæmalausar skipulagsbreytingar
This website uses cookies to improve your experience. By using this website you agree to our Data Protection Policy.
Nánar