Hvað eru 600 hektarar?

Forsvarsmenn Storm Orku ehf sem áforma að setja á fót vindorkuver í landi Hróðnýjarstaða hafa sagt að áætlað sé að virkja allt að 130 megavött (MW) af raforku á svæðinu. Þá mun heildar landþörf verkefnisins vera um 600 hektarar. Hér til hægri má sjá fjögur kort þar sem blár flötur sem samsvarar 600 hekturum hefur verið lagður yfir, Akranes, Reykjavík, Hafnarfjörð og Stykkishólm svo hægt sé að átta sig á stærð landsins sem verkefnið þarfnast á Hróðnýjarstöðum.

Blái flöturinn samsvarar 600 hekturum

Blái flöturinn samsvarar 600 hekturum

Blái flöturinn samsvarar 600 hekturum

Blái flöturinn samsvarar 600 hekturum

Hallgrímskirkja til viðmiðunar

Talað er um að hver vindmylla muni verða 3-5 megavött (MW) að stæð og heildarfjöldi vindmylla verði 30-40 vindmyllur.

Þá er áætlað að hæð hvers turns geti verið allt að 120 metrar með hæsta punkt vængs í um eða yfir 180 metra. Gæti orðið hærra eða lægra samkvæmt lýsingu Storm Orku ehf.

Hvað eru 130 megawött (MW)?

Forsvarsmenn Storm Orku ehf sem áforma að setja á fót vindorkuver í landi Hróðnýjarstaða hafa sagt að áætlað sé að virkja allt að 130 megavött (MW) af raforku á svæðinu. Skoðum aðrar virkjanir sem skila sambærilegu afli.

150MW

Blöndustöð

Orkuvinnslugeta 815 GWst/ár

150MW

Sigöldustöð

Orkuvinnslugeta 930 GWst/ár

134MW

Sultartangastöð

Orkuvinnslugeta 1040 GWst/ár