Fyrir tilviljun sjá nágrannar fréttina á dalir.is frá því 1.desember. Þar sem sveitarfélagið óskar eftir athugasemdum fyrir 5.janúar ef miðað er við auglýsinguna en fyrir 13.janúar ef miðað er við skipulags- og matslýsinguna. Strax var farið í gang við að reyna að afla upplýsinga um málið. Það vekur að sjálfstögðu athygli að þetta mál er hvergi auglýst. Tilkynningin um lýsingu á breytingu á aðalskipulagi er sett inn á www.dalir.is og þetta risastóra mál er falið inn á milli mála eins og efnistöku og húsalóða.
Fresturinn sem er veittur er yfir jól og áramót. Engin íbúafundur eða nein tilraun til að kynna þetta mál íbúum og hagsmunaaðilum. Það er auðvitað ekki hægt annað en að halda að þetta hafi átt að fara hægt og hljótt í gegnum kerfið.