Steinunn M.Sigurbjörnsdóttir sendir ítrekun til sveitarstjórnar.
Sæl verið þið öll,
Ég verð að segja að ég er eiginlega orðlaus yfir viðbrögðum ykkar við þessari beiðni. Á ég að skilja það svo að sveitarstjórn Dalabyggðar hunsi beiðni íbúa og fasteignaeigenda um fund vegna þessa máls? Þetta er líklega stærsta skipulagsbreyting sem verið hefur á borði sveitarstjórnar og skiptir gífurlegu máli fyrir okkur sem næstu nágranna. Viðbrögð ykkar þegar við óskum eftir upplýsingum og fundi eru ótrúleg. Það getur ekki verið að við sem einstaklingar þurfum að leggjast í viðamiklar og kostnaðarsamar aðgerðir til þess að verða okkur úti um þær upplýsingar sem sveitarstjórn notaði til að taka þá ákvörðum að auglýsa þessa skipulagsbreytingu. Við hljótum að eiga rétt á að fá þessar upplýsingar. Já og íbúafundur þar sem þetta er fjórða mál á dagskrá er ekki eitthvað sem við sættum okkur við.
Ég óska eftir svari við þessari beiðni sem fyrst og endurtek hana hér:
Við, eigendur fasteigna og jarða í nágrenni við Hróðnýjarstaði, óskum hér með eftir að fá fund með sveitarstjórn Dalabyggðar vegna auglýstra breytinga á aðalskipulagi Dalabyggðar er varðar uppbyggingu vindorkugarðs í landi Hróðnýjarstaða. Tillaga að fundartíma er 16.janúar þegar sveitarstjórn fundar næst.
Fyrir hönd eigenda Ljárskóga, Ljárkots, Vígholtsstaða og frístundabyggðar í landi Vígholtsstaða,
Steinunn M. Sigurbjörnsdóttir
Svar barst frá sveitarstjórna stuttu síðar:
Í svari sveitarstjóra kom fram að vinna við breytingu á aðalskipulagi væri á forstigi og einungis hafi verið auglýst að vinna væri að hefjast og hvað fengist væri við. Þá kom fram að ekki lægju fyrir miklar upplýsingar og ekki margt sem sveitarstjórn gæti upplýst umfram það sem þegar lægi fyrir.
Þá leiðrétti sveitarstjóri að ekki væri verið að auglýsa skipulagsbreytingu heldur lýsingu að skipulagsbreytingu. Þá var ítrekað að íbúafundur yrði haldinn 24.janúar kl.20:00 þar sem gerð yrði grein fyrir skipulagsferlinu og hugmyndum vindorkumanna. Þá var fulltrúum nágranna Hróðnýjarstaða boðið að koma til fundar með sveitarstjórnarfulltrúum þriðjudaginn 16.janúar og eiga með þeim um það bil 30.mínútna fund.
Steinunn M.Sigurbjörnsdóttir svaraði sveitarstjóra:
Sæll Sveinn,
Takk fyrir skjót svör.
Afsakaðu ef ég hef farið með rangt mál en sem leikmaður hef ég ekki fullan skilning á muninum á auglýsingu á skipulagsbreytingu og auglýsingu á lýsingu á skipulagsbreytingu.
Þakka fundarboðið. Við komum kl 17:00 þann 16.janúar.
Kveðja,
Steinunn