Nýkjörin sveitarstjórn Dalabyggðar heldur 163 fund sveitarstjórnar.
Þrettánda mál á dagskrá var meðal annars umsókn Storm Orku um uppsetningu á 3 rannsóknarmöstrum:
13. 1806004F – Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar – 83 |
Fyrr á fundinum höfum við afgreitt tvö mál sem voru til umfjöllunar á 83. fundi Umhverfis- og skipulagsnefndar varðandi stöðu skipulags í sveitarfélaginu og skógræktaráform í Ólafsdal. Önnur mál sem voru til umfjöllunar á fundinum snerust um breytingar á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 varðandi auglýsingu á deiluskipulagi við Borgarbraut og Gildurbrekkur. Eins var umsókn um byggingu ferðaþjónusthúss á Björgum og umsögn um rekstur ferðaþjónustu í Þurranesi. Eins var til umfjöllunar umsókn Storm orku ehf. um uppsetningu á þremur mösturm til vindmælinga. |
Til máls tóku: Einar Jón, Ragnheiður, Skúli Hreinn og Eyjólfur.Einar Jón kom með eftirfarandi tillögu: Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir að veita Storm orku ehf., stöðuleyfi til að reisa 3 rannsóknarmöstur á landi Hróðnýjarstaða. Leyfið er veitt til tveggja ára. Nákvæm kort með staðsetningum vegslóða og staðsetningum mastra þarf að leggja fyrir byggingafulltrúa áður en ráðist er í framkvæmdir.Tillaga Einars Jóns lögð fram til samþykktar. Til máls tóku: Ragnheiður, Skúli Hreinn, Eyjólfur og Einar. Tillagan lögð fram til samþykktar. Oddviti leggur til að fundargerðin verði samþykkt. |
Skoða fundargerð: https://dalir.is/stjornsysla/nefndir-stjornir-ofl/fundargerd/fundur/?id=156366465582432010711&text=