EM Orka, Qair, Zephyr, Grjótháls og Norðurál boðuðu til fundar í Dalabúð. Forsvarsfólk Landverndar mætti á fundinn og dreifðu upplýsandi bæklingi um staðreyndir vindorku. Fór dreifing Landverndar á umræddum einblöðungi fyrir brjóstið á forsvarsmönnum vindorkufyrirtækja og sagði Tryggvi Þór Herbertsson Landvernd stunda áróður og fara með ósannindi.
Þess ber að geta að Storm Orka tók ekki þátt í fundinum en þó var Magnús Jóhannesson framkvæmdastjóri fyrirtækisins á staðnum.
RÚV var í beinni útsendingu frá fundinum og viðtal við Tryggva Þór Herbertsson frá Qair og Sigurð Sigurbjörnsson á Vígholtsstöðum má horfa á hér: https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/tiufrettir/30763/9kjpgt/ibuafundur-i-budardal