10 umsagnir berast vegna beiðni Stormorku um vindorkuver
08/10/2019
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða úr fundargerð 104
14/05/2020
08/05/2020 skrifað af Sigurður Sigurbjörnsson

Skipulagsfulltrúa Dalabyggðar falið að útfæra kynningarfund

Sjá fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar:

5. 2003042 – Hróðnýjarstaðir – breyting á aðalskipulagi vegna vindlundar
Fyrir liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016. Breytingin varðar skilgreiningu iðnaðarsvæðis vegna uppbyggingar vindlundar til raforkuframleiðslu í landi Hróðnýjarstaða.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að útfæra fyrirkomulag fyrirhugaðs kynningarfundar vegna aðalskipulagsbreytingar í landi Hróðnýjarstaða í samráði við framkvæmdaraðila og verkfræðistofuna Eflu. Vegna þeirra aðstæðna sem nú ríkir í þjóðfélaginu, þar sem m.a. er í gildi samkomubann fyrir fleiri en 50 manns, er ljóst að kynningarformið verður ekki með hefðbundnum hætti. Lögð er áhersla á að fyrirhuguð kynning verði sem fyrst.

SJÁ FUNDARGERÐ

Skipulagsfulltrúa Dalabyggðar falið að útfæra kynningarfund
This website uses cookies to improve your experience. By using this website you agree to our Data Protection Policy.
Nánar