Fordæmalausar skipulagsbreytingar
21/06/2020
Dalabyggð hunsar tilmæli
21/06/2020
21/06/2020 skrifað af Sigurður Sigurbjörnsson

Fjársterkir aðilar nýta sér smæð sveitarfélaga

Fjársterkir aðilar nýta sér smæð byggðarinnar og veika stöðu, til þess að fá í gegn fordæmisgefandi skipulagsbreytingar

Af hverju eru þau þrjú vindorkuverkefni, sem eru komin lengst á landinu, á sama svæðinu (Dalabyggð og Reykhólasveit)? Þetta eru mjög lítil samfélög sem í grunninn eru bændasamfélög, þau hafa ekki sjávarútveg, eru ekki mjög fyrirferðamikil í ferðaþjónustu (þrátt fyrir að mörg metnaðarfull verkefni séu í gangi í þeim geira) og standa höllum fæti að mörgu leyti. Eða eins og einn framkvæmdaraðilinn sagði á fundi í Dalabúð 3. júní s.l. þá er Dalabyggð „byggð sem fer hnignandi“.

Það er því mjög auðvelt að sannfæra þessar litlu sveitarstjórnir um að selja sálu sína (landið sitt) í nafni uppbyggingar og tekjuöflunar.

Fjársterkir aðilar nýta sér smæð sveitarfélaga
This website uses cookies to improve your experience. By using this website you agree to our Data Protection Policy.
Nánar