Sjá fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar:
5. 2003042 – Hróðnýjarstaðir – breyting á aðalskipulagi vegna vindlundar |
Fyrir liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016. Breytingin varðar skilgreiningu iðnaðarsvæðis vegna uppbyggingar vindlundar til raforkuframleiðslu í landi Hróðnýjarstaða. |
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að útfæra fyrirkomulag fyrirhugaðs kynningarfundar vegna aðalskipulagsbreytingar í landi Hróðnýjarstaða í samráði við framkvæmdaraðila og verkfræðistofuna Eflu. Vegna þeirra aðstæðna sem nú ríkir í þjóðfélaginu, þar sem m.a. er í gildi samkomubann fyrir fleiri en 50 manns, er ljóst að kynningarformið verður ekki með hefðbundnum hætti. Lögð er áhersla á að fyrirhuguð kynning verði sem fyrst. |