Skipulagsstofnun telur að synja eigi staðfestingu aðalskipulagsbreytinga

273

Í svarbréfi frá Skipulagsstofnun þann 28.desember 2021 vegna beiðni Dalabyggðar um staðfestingu á breytingu á Aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna iðnaðarsvæða í landi Hrjóðnýjarstaða og í Sólheimum vegna fyrirhugaðra vindorkuverka varð niðurstaðan eftirfarandi.

Niðurlag bréfs Skipulagsstofnunar:
Skipulagsstofnun telur að synja beri staðfestingu aðalskipulagsbreytinganna þar sem efni og framsetning þeirra samræmist ekki lögum nr.48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun og skipulagsreglugerð nr.90/2013.

Svarbréf Skipulagsstofnunar til Dalabyggðar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Svar Skipulagsstofnunar 28.12.21