Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar (sem raðar virkjunarkostum í verndar-, bið- eða orkunýtingarflokka, sjá http://www.ramma.is/rammaaaetlun/4.-afangi/framvinda-4-afanga) kom vestur í Dali þann 13. ágúst 2019 til að kynna sér staðhætti o.fl. varðandi þau hugsanlegu vindorkuverkefni sem hafa verið í umræðunni í Dalabyggð og Reykhólahreppi.
Verkefnisstjórnin hitti fulltrúa hagsmunaaðila nærliggjandi jarða við Hróðnýjarstaði þar sem sjónarmið þeirra var komið á framfæri en fulltrúarnir héldu stutta kynningu fyrir verkefnisstjórnina.
Kynninguna má sjá hér fyrir neðan:
11.-Kynning-fyrir-verkefnisstjórn-Rammaáætlunar-13.8.2019