Hagsmunaaðilar funda með Sigurði Eyberg og Magnúsi B.Jóhannessyni eigendum Hróðnýjarstaða. Fulltrúar hagsmunaaðila voru Arnór Björnsson, Haraldur Reynisson, Sævar Hjaltason, Sigurður Sigurbjörnsson og Hilmar Magnússon.
Engar markverðar upplýsingar fengust aðrar en þær að hljóðmengun af vindmyllum svipaði til þess er ísskápur væri að fara í gang. Spurðir út í fjármögnun á verkefninu sögðust Magnús og Sigurður vera einir í þessu.